Lítið bréf að lokum
Hátt á lofti fullur máninn fetar bjartan stig,
en fullur rangla ég um bæjarhólinn,
og nú er best þeir láti allt, sem eiga eftir mig,
eina og sömu leið að far´og kjólinn.
Því best er geymt í öskunni sem engir mega sjá
og askan fýkur vítt af bæjarhólnum,
og efalaust er fullur máninn eftir því að gá,
sem eldinum var forðum selt, í kjólnum.

------

Eigir þú í skúffu niðri, lítið lettersbréf
sem letraði þér ástarsjúkur fólinn,
ég bið þig ljúfust eldinum það látir nú í té
líkt og forðum ermar rifna kjólinn.


í september 2007
© allur réttur áskilinn höfundi  
Jón Heiðar
1946 - ...


Ljóð eftir Jón Heiðar

Mynd frá Chad
Fuglinn í búrinu
Júlínótt við Skjálfanda
Söknuður
Fylgd
Pétur og Inga
Nóttin sú
Kona
Júlímorgun
Vonbrigði
Án titils
Án titils
Án titils
Veistu það kona
Mynd í fjörunni
Meðan þögnin hvíslar
Farinn
Í orðastað
Hin grimma bardagakona
Lítil, segir ömmu sögu.
Æskuminning
Kiddi langi
Vinur minn sjötugur
Að kvöldi dags
Lítið bréf að lokum
Það rökkvar
Til ömmu minnar
Leiðigjarna sunnan sónatan....
Svanhildur
Annalok í vorskólanum
Hreinkýrin unga