Í orðastað
Ég man þann dag sem drottinn gaf mér dreng,
dýrðlegan hrærði í brjósti mínu streng,
en örstutt reyndist unaðsstundin sú
er áttum saman barn mitt ég og þú.

Þú hefur kvatt mig kæra barnið mitt,
ég krýp í hinsta sinn við rúmið þitt
og bið að guð þig geymi enn um sinn
uns get ég aftur faðmað drenginn minn.

Þá verður dýrðleg stund í drottins höll,
þann dag sem að við hittumst aftur öll
og ekkert skilur okkur framar að,
það er svo gott að hugga sig við það.


1979
© allur réttur áskilinn höfundi
 
Jón Heiðar
1946 - ...


Ljóð eftir Jón Heiðar

Mynd frá Chad
Fuglinn í búrinu
Júlínótt við Skjálfanda
Söknuður
Fylgd
Pétur og Inga
Nóttin sú
Kona
Júlímorgun
Vonbrigði
Án titils
Án titils
Án titils
Veistu það kona
Mynd í fjörunni
Meðan þögnin hvíslar
Farinn
Í orðastað
Hin grimma bardagakona
Lítil, segir ömmu sögu.
Æskuminning
Kiddi langi
Vinur minn sjötugur
Að kvöldi dags
Lítið bréf að lokum
Það rökkvar
Til ömmu minnar
Leiðigjarna sunnan sónatan....
Svanhildur
Annalok í vorskólanum
Hreinkýrin unga