Kiddi langi
Hann Kiddi langi var kaldur fýr
hann komst í ótalmörg ævintýr,
hann var svo djarfur að sækja sjó
að sumum þótti víst alveg nóg.
Bæði í Grimsby og Grindavík
gamla kempan var söm og lík
gamanyrði og gleðimál
glumdu hátt yfir fylltri skál.

En ef kólnaði Kidda geð
með krepptum hnefa hann málum réð
og margur fýrinn þá flaug um gátt
flengdur vel með augað blátt,
en úti á sjónum æðrulaus
öðrum þegar hugur hraus
glotti hann kalt þó hrönnin há
himinljóra brotnaði á.

Halló Kiddi, þetta er kveðjan mín
ég kalla hana útum nes til þín,
þar einhversstaðar í öldufans
við Ægisdætur þú stígur dans,
- og þó - einhvernvegin mér sýnist svo
að sjái ég ganga bræður tvo,
einsog í bernsku hönd í hönd
hinumegin á blárri strönd.

1980
© allur réttur áskilinn höfundi
 
Jón Heiðar
1946 - ...


Ljóð eftir Jón Heiðar

Mynd frá Chad
Fuglinn í búrinu
Júlínótt við Skjálfanda
Söknuður
Fylgd
Pétur og Inga
Nóttin sú
Kona
Júlímorgun
Vonbrigði
Án titils
Án titils
Án titils
Veistu það kona
Mynd í fjörunni
Meðan þögnin hvíslar
Farinn
Í orðastað
Hin grimma bardagakona
Lítil, segir ömmu sögu.
Æskuminning
Kiddi langi
Vinur minn sjötugur
Að kvöldi dags
Lítið bréf að lokum
Það rökkvar
Til ömmu minnar
Leiðigjarna sunnan sónatan....
Svanhildur
Annalok í vorskólanum
Hreinkýrin unga