Án titils
Fyrir löngu á æskunnar unaðsríku dögum
engar voru sorgirnar en gleði um alla jörð.
Þá léku tvö í skóginum í ærslafullu yndi
og ekkert hugðu að myndi vinna gleði þeirra mein.
En haustið kom í skóginn og skuggi þess var kaldur
og skyggði dauðans fölva á hverja skógargrein.
Í skóginum hann reikar svo ráðvilltur og dapur
rændur því sem lífi hans var yndi og æðsta hnoss,
hann leitar þess svo ákaft sem útséð er að finni
og aldrei framar kemur í skóginn þeirra vor.
Því haustsins svarta myrkur kvað upp dauðadóminn
og dauðakvein hans nístir í hverri kletta skor.
En hún, sem hafði vafið lífið björtum ljóma
leikur enn á hörpu sinnar ómþýðu strengi,
lengi, lengi.
2006/2007
© allur réttur áskilinn höfundi
engar voru sorgirnar en gleði um alla jörð.
Þá léku tvö í skóginum í ærslafullu yndi
og ekkert hugðu að myndi vinna gleði þeirra mein.
En haustið kom í skóginn og skuggi þess var kaldur
og skyggði dauðans fölva á hverja skógargrein.
Í skóginum hann reikar svo ráðvilltur og dapur
rændur því sem lífi hans var yndi og æðsta hnoss,
hann leitar þess svo ákaft sem útséð er að finni
og aldrei framar kemur í skóginn þeirra vor.
Því haustsins svarta myrkur kvað upp dauðadóminn
og dauðakvein hans nístir í hverri kletta skor.
En hún, sem hafði vafið lífið björtum ljóma
leikur enn á hörpu sinnar ómþýðu strengi,
lengi, lengi.
2006/2007
© allur réttur áskilinn höfundi