Mundu/Gleymdu
Mundu að hvað sem gerist áttu mig að
Mundu að hann særði þig
Mundu öll tárin sem hann olli
Mundu hve heitt þú elskaðir hann
Mundu að hann vill ekkert með þig hafa
Mundu að hann kaus að rústa öllu
Mundu að hann kaus vímuna fram yfir þig
Mundu að hann er ekki þess virði
Mundu allt sem þið áttuð
Mundu allt sem hann gerði
Mundu að hann þráir annað ástand

Gleymdu öllum loforðunum sem hann gaf þér
Gleymdu öllun nóttunum sem þið eydduð saman
Gleymdu kossum hans
Gleymdu faðmlagi hans
Gleymdu snertingu hans
Gleymdu líkama hans
Gleymdu öllu sem hann gaf þér
Gleymdu rödd hans
Gleymdu ást hans
Gleymdu orðum hans
Gleymdu honum

Hann er heimskari en allt í þessum heimi því hann hafði þig og kom illa fram við þig.

Hann er heimskari en allt í þessum heimi því hann sá ekki hvað þú ert fullkomin og yndisleg.

Hann kaus vímuna fram yfir allt það sem þú ert og allt það sem þú hefur að bjóða. Hann kaus vímuna og hann er ekki þess virði.  
Teresa Dröfn Freysdóttir
1991 - ...
Samið til vinkonu minnar en hennar fyrverandi kaus fæikniefnin fram yfir samband þeirra.


Ljóð eftir Teresu Dröfn Freysdóttur

Lítil aum stelpa
Faðir minn
Skynjun
Dreams and reality
The truth is a lie
Catch me
Something in your eyes
Changes
Open your eyes
I miss you
Hurt
Sometimes
Shattered
Dedicated to you
Picture my suicide
Empty
Once again
Snow
Running away
All alone
Endless consideration
Mundu/Gleymdu
Óður til minningar