Ríma til þín
Fiðringurinn er að fara með mig
hvað er málið með þig
ég má ekki sjá þig
án þess að vilja fá þig!
hvað ertu eiginlega að pæla?
ég er alveg að fara að skæla
hér sit ég og væla
en mig langar svo í þig að næla
tókst mér þig að fæla
frá mér
ohh ef þú værir bara hér
þú ert alveg sér
á báti
ég fer í fáti
ætli ég ást mína á þér ég játi
nokkurn tímann
ég stari á símann
af hverju hringiru ekki
reyni að losa hálsinn við kekki
best ég bjórinn drekki
á mér ertu að leika hrekki
án þess það að vita
af hjarta mínu þú hefur tekið bita
tilfinningar mínar reyni að rita
get það varla fyrir svita
sem sprettur
meðan hjartað dettur
þú sem ert svo nettur
því viltu ekki vera minn klettur?
er ég að fara á taugum?
þurr tár renna úr mínum augum
sem eru undirstrikuð með baugum
og verða stundum að votum laugum
verð ég að viðurkenna
jesús þessi ástarbrenna
hún er þér að kenna
mér líður eins og boðflenna
í þínu lífi
munar engu að í mig þig rífi
líkt og ég endalaust háan vegg klífi
ertu þessi stífi
gaur sem þú þykist núna vera
Hvað á ég að gera
á ég þessa spennu að skera
eða bíða og vona
þessi einmana kona..  
Berglind Ósk Bergsdóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Berglindi Ósk Bergsdóttur

Dauðinn
Berorðað
Kuntulaus hóra
Þunglyndi
með tímanum
Lífsspeki
Nýöld er köld
“Það varð slys..”
Ástarbrum
Okkar ást
Skaut framtíðar
Ástarsorg
ljóð.is
Leyndarmálið
Eitt andartak
Tær ást
Ríma til þín
Óöryggi
Biðstaða
Ein ég sit og surfa
Í hjarta mér þú dvelur
Þrá eftir því ófáanlega
Ást í takt við lífið
Venslin okkar
Fingraleikfimi
Eftir að þú ferð
Ástríður
Ástarspilið
köfnun er nú ekkert svo slæmur dauðdagi
Er það ekki?
Þinn missir
Söknuður II
Kollhnís
Óskila(ð)hjarta
Framhaldssaga
.....
Haustkvöld