

orðin stansa áður en ég get hleypt þeim út
þau stansa og skríða aftur upp í heila
þar sem þau hreiðra um sig
og endurtaka sig aftur og aftur
endurtekningin magnar upp hjartsláttinn
sem veit ekki hvernig hann á bregðast við
öðruvísi en að slá hraðar og hraðar
titringur streymir fram í fingurgómana
titringurinn sem nærir stressið
stressið sem nærir efann
efann sem nagar sig í gegnum hugsanirnar
andardrátturinn berst við að fara eins djúpt
og hann kemst
í gegnum allt þetta mótlæti
hann berst
og eftir langa hatramma baráttu
vinnur hann.
þau stansa og skríða aftur upp í heila
þar sem þau hreiðra um sig
og endurtaka sig aftur og aftur
endurtekningin magnar upp hjartsláttinn
sem veit ekki hvernig hann á bregðast við
öðruvísi en að slá hraðar og hraðar
titringur streymir fram í fingurgómana
titringurinn sem nærir stressið
stressið sem nærir efann
efann sem nagar sig í gegnum hugsanirnar
andardrátturinn berst við að fara eins djúpt
og hann kemst
í gegnum allt þetta mótlæti
hann berst
og eftir langa hatramma baráttu
vinnur hann.