Óður til minningar
Ég stend ein míns liðs andspænis þér
minn engill, mín ást, minn djöfull, minn hatur
hvernig á ég að horfa á þig?
Sem manneskjuna sem ég elskaði heitt,
eða manneskjuna sem sveik hjarta mitt?

Ég kemst ekki hjá því að kenna til,
því ásjóna þín rífur upp aldargömul sár
og mér til hryllings geri ég mér grein fyrir því að mér þykir enn vænt um þig
mitt líf, mitt ljós, minn dauði, mitt myrkur
hvernig á ég að hugsa um þig?
Sem manneskjuna sem skildi mitt mál,
eða manneskjuna sem brást þegar ég þurfti á að halda?

Það er ekki satt sem þeir segja,
tíminn læknar ekki öll sár
nema þú sért gæddur þeim hæfileikum að brjóta sársaukaþröskuld hjarta míns til frambúðar.
Þú varst minn engill, mín ást, mitt líf og mitt ljós
en nú ertu breyttur,
og þegar skuggar fortíðarinnar sækja á mig
og þú ert ekki til staðar þá ertu
minn djöfull, minn hatur, minn dauði og mitt myrkur
en ég elska þig enn
þrátt fyrir að þú hafir sært mig
þrátt fyrir að hugur minn öskri nei
þrátt fyrir að þú hafir yfirgefið mig
þrátt fyrir að þú sért með henni
þrátt fyrir að ég fái þig aldrei aftur
þrátt fyrir að þú látir eins og ég sé ekki til
og ég mun ávalt gera það  
Teresa Dröfn Freysdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Teresu Dröfn Freysdóttur

Lítil aum stelpa
Faðir minn
Skynjun
Dreams and reality
The truth is a lie
Catch me
Something in your eyes
Changes
Open your eyes
I miss you
Hurt
Sometimes
Shattered
Dedicated to you
Picture my suicide
Empty
Once again
Snow
Running away
All alone
Endless consideration
Mundu/Gleymdu
Óður til minningar