Í orðastað
Ég man þann dag sem drottinn gaf mér dreng,
dýrðlegan hrærði í brjósti mínu streng,
en örstutt reyndist unaðsstundin sú
er áttum saman barn mitt ég og þú.
Þú hefur kvatt mig kæra barnið mitt,
ég krýp í hinsta sinn við rúmið þitt
og bið að guð þig geymi enn um sinn
uns get ég aftur faðmað drenginn minn.
Þá verður dýrðleg stund í drottins höll,
þann dag sem að við hittumst aftur öll
og ekkert skilur okkur framar að,
það er svo gott að hugga sig við það.
1979
© allur réttur áskilinn höfundi
dýrðlegan hrærði í brjósti mínu streng,
en örstutt reyndist unaðsstundin sú
er áttum saman barn mitt ég og þú.
Þú hefur kvatt mig kæra barnið mitt,
ég krýp í hinsta sinn við rúmið þitt
og bið að guð þig geymi enn um sinn
uns get ég aftur faðmað drenginn minn.
Þá verður dýrðleg stund í drottins höll,
þann dag sem að við hittumst aftur öll
og ekkert skilur okkur framar að,
það er svo gott að hugga sig við það.
1979
© allur réttur áskilinn höfundi