

Elsku besta amma góðan daginn
úti syngur lóa kát í móa,
með vorið kom hún sunnan yfir sæinn.
Sjáðu amma, einskis þarftu að sakna
inn til þín ég færa skal í bæinn,
blómin öll sem úti eru að vakna.
Sko fífil amma tók ég úti í túni,
týndi sóley og lambagras í holti
og þar sat litli fuglinn fagurbúni.
Hann söng svo dátt um lífs síns ljúfa yndi,
lítið bú í grænni mosaþúfu.
Hann kvað mér frjálst að sjá það ef ég finndi
Við hreiðrið, amma, sat ég lengi lengi
og lét mig dreyma um hvað seinna yrði.
Ég veit í okkar sveit um unga drengi.
© allur réttur áskilinn höfundi
úti syngur lóa kát í móa,
með vorið kom hún sunnan yfir sæinn.
Sjáðu amma, einskis þarftu að sakna
inn til þín ég færa skal í bæinn,
blómin öll sem úti eru að vakna.
Sko fífil amma tók ég úti í túni,
týndi sóley og lambagras í holti
og þar sat litli fuglinn fagurbúni.
Hann söng svo dátt um lífs síns ljúfa yndi,
lítið bú í grænni mosaþúfu.
Hann kvað mér frjálst að sjá það ef ég finndi
Við hreiðrið, amma, sat ég lengi lengi
og lét mig dreyma um hvað seinna yrði.
Ég veit í okkar sveit um unga drengi.
© allur réttur áskilinn höfundi