Þrá eftir því ófáanlega
Þú ert svo nærri mér
en samt svo fjarri
þú ert við hlið mér
að eilífu
inni í búri
með skilti sem á stendur stórum stöfum
ATHUGIÐ BANNAÐ AÐ SNERTA!

Í hvert sinn sem líkamar okkar
strjúkast óvænt létt saman
springur út þessi óstjórnlega þrá
sem dælir von/leysi
út í kraumandi blóðið
sem skilur mig eftir andstutta
og örmagna

er ég hugsa til þín
verð ég gagntekin af örvæntingu
því ég veit ég fæ þig aldrei
en þegar ég sé þig gleymist öll rökhugsun
því ég vill ekkert nema þig

þig

þig

þig

ég blómstra sem aldrei fyrr í návist þinni
ég gleymi öllu því sem hvílur á herðum mínum

en um leið og þú ferð heim til konunnar þinnar
man ég að ég er að fara heim í tóma íbúð

ein með hugsunum mínum
ein með löngunum mínum

ein

ein

ein  
Berglind Ósk Bergsdóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Berglindi Ósk Bergsdóttur

Dauðinn
Berorðað
Kuntulaus hóra
Þunglyndi
með tímanum
Lífsspeki
Nýöld er köld
“Það varð slys..”
Ástarbrum
Okkar ást
Skaut framtíðar
Ástarsorg
ljóð.is
Leyndarmálið
Eitt andartak
Tær ást
Ríma til þín
Óöryggi
Biðstaða
Ein ég sit og surfa
Í hjarta mér þú dvelur
Þrá eftir því ófáanlega
Ást í takt við lífið
Venslin okkar
Fingraleikfimi
Eftir að þú ferð
Ástríður
Ástarspilið
köfnun er nú ekkert svo slæmur dauðdagi
Er það ekki?
Þinn missir
Söknuður II
Kollhnís
Óskila(ð)hjarta
Framhaldssaga
.....
Haustkvöld