Úr þreskingunni
Fyrir hvern fer ég að yrkja?
Fólkið það langar í bita;
þess vegna þríf ég nú pennann,
það mega stórskáldin vita.

Þegar ég þreyttur og hrakinn
þvælist í bólið á kveldin,
dreymir mig kolsvarta djöfla,
sem dansa í kringum eldinn.

Svipillir, svínfættir árar
sveiflast um loftið í hringa;
fullir af fítons anda,
með forkum þeir allir mig stinga.

Horaðir, hálfbrunnir skrokkar
hausana glottandi skóku.
Ég þekkti þar bindindisböðla,
sem bjórinn frá okkur tóku.

Ég hrekk upp og veit þá með vissu,
að víst hefur einhver mig stungið;
því tjaldið er fullt af flögðum
á flugi - og þá er nú sungið!  
Káinn
1860 - 1936


Ljóð eftir Káin

Tvö prósent
Vatn og vín
Hjálp
Reiður
Snótin
Bjór
Lengi getur vont versnað
Gigtarsálmur
Ávarp
Ég hef ei auðinn elskað
Úr þreskingunni
Haustvísa
Í og á
Fónið