

Við fiðlu braga svo fiktinn,
ég fer nú að yrkja stöku
um hánótt, því helvítis gigtin
heldur fyrir mér vöku.
Farinn er fótur að stirðna,
furðað mig getur það eigi;
býsna oft búinn að spyrna
við broddum á lífsins vegi.
Þeir, sem að táknunum trúa,
- svo trúaða marka ég þekki -
halda við förum að fljúga,
og fæturna brúkum þá ekki.
En þó að ég breytingu þrái -
því má nú hamingjan ráða,
ég kvíði svo fyrir ég fái
fluggigt í vængina báða.
ég fer nú að yrkja stöku
um hánótt, því helvítis gigtin
heldur fyrir mér vöku.
Farinn er fótur að stirðna,
furðað mig getur það eigi;
býsna oft búinn að spyrna
við broddum á lífsins vegi.
Þeir, sem að táknunum trúa,
- svo trúaða marka ég þekki -
halda við förum að fljúga,
og fæturna brúkum þá ekki.
En þó að ég breytingu þrái -
því má nú hamingjan ráða,
ég kvíði svo fyrir ég fái
fluggigt í vængina báða.