Lengi getur vont versnað
Minning þín er mér ei gleymd, --
mína sál þú gladdir; --
innst í hjarta hún er geymd, --
þú heilsaðir mér og kvaddir.
---
Geisli fæddist, geisli dó,
gaus upp ástarblossi,
hjartað enga hafði ró,
hratt í veiku brjósti sló. --
Hún heilsaði mér með handabandi' og kossi.
Hugurinn oft hjá henni er
heima á Ísalandi.
Svefnlaus dæmdur sit ég hér,
sorgin veika hjartað sker. --
Hún kvaddi mig með kossi' og handabandi.
mína sál þú gladdir; --
innst í hjarta hún er geymd, --
þú heilsaðir mér og kvaddir.
---
Geisli fæddist, geisli dó,
gaus upp ástarblossi,
hjartað enga hafði ró,
hratt í veiku brjósti sló. --
Hún heilsaði mér með handabandi' og kossi.
Hugurinn oft hjá henni er
heima á Ísalandi.
Svefnlaus dæmdur sit ég hér,
sorgin veika hjartað sker. --
Hún kvaddi mig með kossi' og handabandi.
Sumar heimildir herma nafn þessa kvæðis vera: Lengi muna börnin.