Kiddi langi
Hann Kiddi langi var kaldur fýr
hann komst í ótalmörg ævintýr,
hann var svo djarfur að sækja sjó
að sumum þótti víst alveg nóg.
Bæði í Grimsby og Grindavík
gamla kempan var söm og lík
gamanyrði og gleðimál
glumdu hátt yfir fylltri skál.
En ef kólnaði Kidda geð
með krepptum hnefa hann málum réð
og margur fýrinn þá flaug um gátt
flengdur vel með augað blátt,
en úti á sjónum æðrulaus
öðrum þegar hugur hraus
glotti hann kalt þó hrönnin há
himinljóra brotnaði á.
Halló Kiddi, þetta er kveðjan mín
ég kalla hana útum nes til þín,
þar einhversstaðar í öldufans
við Ægisdætur þú stígur dans,
- og þó - einhvernvegin mér sýnist svo
að sjái ég ganga bræður tvo,
einsog í bernsku hönd í hönd
hinumegin á blárri strönd.
1980
© allur réttur áskilinn höfundi
hann komst í ótalmörg ævintýr,
hann var svo djarfur að sækja sjó
að sumum þótti víst alveg nóg.
Bæði í Grimsby og Grindavík
gamla kempan var söm og lík
gamanyrði og gleðimál
glumdu hátt yfir fylltri skál.
En ef kólnaði Kidda geð
með krepptum hnefa hann málum réð
og margur fýrinn þá flaug um gátt
flengdur vel með augað blátt,
en úti á sjónum æðrulaus
öðrum þegar hugur hraus
glotti hann kalt þó hrönnin há
himinljóra brotnaði á.
Halló Kiddi, þetta er kveðjan mín
ég kalla hana útum nes til þín,
þar einhversstaðar í öldufans
við Ægisdætur þú stígur dans,
- og þó - einhvernvegin mér sýnist svo
að sjái ég ganga bræður tvo,
einsog í bernsku hönd í hönd
hinumegin á blárri strönd.
1980
© allur réttur áskilinn höfundi