Vinur minn sjötugur
Forðum er knörr þinn ölduna klauf
á keipunum sauð eins og hver,
því lognmollu sjó að sigla
síst þótti henta þér,
og hvert sinn þá hafaldan háa,
með heljarafli á skall
þér logaði eldur í auga,
ólgan í blóðinu svall.
Og hvernig sem veltist og virtist,
hvort veröldin grét eða hló,
þú stefnu hélst ótrauður áfram
úrsvalan, lífsins sjó.
-------------
- Nú þegar lagst er að landi
og litið um öxl í ró,
má spyrja: Hvort gaf þessi glíma,
gull og ilmandi skóg -?
1993
© allur réttur áskilinn höfundi
á keipunum sauð eins og hver,
því lognmollu sjó að sigla
síst þótti henta þér,
og hvert sinn þá hafaldan háa,
með heljarafli á skall
þér logaði eldur í auga,
ólgan í blóðinu svall.
Og hvernig sem veltist og virtist,
hvort veröldin grét eða hló,
þú stefnu hélst ótrauður áfram
úrsvalan, lífsins sjó.
-------------
- Nú þegar lagst er að landi
og litið um öxl í ró,
má spyrja: Hvort gaf þessi glíma,
gull og ilmandi skóg -?
1993
© allur réttur áskilinn höfundi