

Að kvöldi dags er ótalmargs að minnast,
og margt er það sem betur hefði klárast
fyrr en varð af öllu öðru sárast
-þá ástinni minni náði ég að kynnast.
Við höfum alltaf sína hvora götu gengið
í glaumnum aldrei náð að vera saman
fyrr en allt var úti og ekkert gaman
og enga lækning gátum þar á fengið.
Þegar öllu mínu loksins lýkur
og lokið endanlega sett á dallinn,
þá man enginn lengur ljóta kallinn
svo lygilega hratt í sporin fýkur.
© allur réttur áskilinn höfundi
og margt er það sem betur hefði klárast
fyrr en varð af öllu öðru sárast
-þá ástinni minni náði ég að kynnast.
Við höfum alltaf sína hvora götu gengið
í glaumnum aldrei náð að vera saman
fyrr en allt var úti og ekkert gaman
og enga lækning gátum þar á fengið.
Þegar öllu mínu loksins lýkur
og lokið endanlega sett á dallinn,
þá man enginn lengur ljóta kallinn
svo lygilega hratt í sporin fýkur.
© allur réttur áskilinn höfundi