

Raunveruleikinn fer í kollhnís
þannig að öll mín trú brestur
og hjarta mitt er skilið eftir bert.
Ringluð stend ég eftir á fjallstindi
án þess að vita hvernig
ég komst þangað upp.
Aldrei hef ég verið eins hjálparvana
með hjartað nakið á útopnu
fjallið grætur með mér.
Áður var ég full af hlýju og ást
en nú hefur hryggðin gagntekið mig
ég leggst vanmátta á jörðina.
Hjartað liggur sært við hlið mér og kvartar
ég neita að hlusta á það
og kasta því fram af brúninni.
Ég vil ekki horfast í augu við fallið niður
svo ég loka þeim og geng blint afturábak
inn í tvísýna framtíðina.
þannig að öll mín trú brestur
og hjarta mitt er skilið eftir bert.
Ringluð stend ég eftir á fjallstindi
án þess að vita hvernig
ég komst þangað upp.
Aldrei hef ég verið eins hjálparvana
með hjartað nakið á útopnu
fjallið grætur með mér.
Áður var ég full af hlýju og ást
en nú hefur hryggðin gagntekið mig
ég leggst vanmátta á jörðina.
Hjartað liggur sært við hlið mér og kvartar
ég neita að hlusta á það
og kasta því fram af brúninni.
Ég vil ekki horfast í augu við fallið niður
svo ég loka þeim og geng blint afturábak
inn í tvísýna framtíðina.