

Fullkominn heimur
fyrir utan glugga minn
Andartakið þrungið merkingu
og tíminn stöðvast
Sólin brennir upp hvíta jörðina
á meðan skýin faðma himininn
Loftið svo tært að ég kafna
eða svíf upp í heiðhvolfið
Í þrjár mínútur er heimurinn frosinn
þrjár mínútur fyrir mig að njóta
Sufjan syngur um ástina
en svo blikka ég augunum
Heimurinn bærði á sér
fyrir utan glugga minn
Andartakið þrungið merkingu
og tíminn stöðvast
Sólin brennir upp hvíta jörðina
á meðan skýin faðma himininn
Loftið svo tært að ég kafna
eða svíf upp í heiðhvolfið
Í þrjár mínútur er heimurinn frosinn
þrjár mínútur fyrir mig að njóta
Sufjan syngur um ástina
en svo blikka ég augunum
Heimurinn bærði á sér
Það var svo fallegt veður úti