Krókódílaköngulær
Ég hef ekki ótakmarkaða þolinmæði
og ég þræti of mikið.
Þú hefur bara þessi áhrif á mig
og því er ég komin með mömmustimpil.

Ég þykist eflaust vera fullorðin
en mig dreymir ennþá krókódílaköngulær.
Við ræktuðum nokkrar í nótt
og nokkru síðar varð ég mamma.

Ég er hrædd við köngulær
en ekki krókódíla.
Þess vegna var ég ekki hrædd
en ég varð hrædd við mig.

Fjarstæðukennt, ekki satt?
Enda ertu langt í burtu.
 
Ólöf
1991 - ...


Ljóð eftir Ólöfu

Eilífð í þrjár mínútur
Lítil
Fyrirgefðu
Laukur
Ferðalög
Krókódílaköngulær
Ljóð um ljóð
Mistök
Próf
Svefnsýki
Í gamla daga