Eilífð í þrjár mínútur
Fullkominn heimur
fyrir utan glugga minn
Andartakið þrungið merkingu
og tíminn stöðvast

Sólin brennir upp hvíta jörðina
á meðan skýin faðma himininn
Loftið svo tært að ég kafna
eða svíf upp í heiðhvolfið

Í þrjár mínútur er heimurinn frosinn
þrjár mínútur fyrir mig að njóta
Sufjan syngur um ástina
en svo blikka ég augunum

Heimurinn bærði á sér
 
Ólöf
1991 - ...
Það var svo fallegt veður úti


Ljóð eftir Ólöfu

Eilífð í þrjár mínútur
Lítil
Fyrirgefðu
Laukur
Ferðalög
Krókódílaköngulær
Ljóð um ljóð
Mistök
Próf
Svefnsýki
Í gamla daga