Lítið bréf að lokum
Hátt á lofti fullur máninn fetar bjartan stig,
en fullur rangla ég um bæjarhólinn,
og nú er best þeir láti allt, sem eiga eftir mig,
eina og sömu leið að far´og kjólinn.
Því best er geymt í öskunni sem engir mega sjá
og askan fýkur vítt af bæjarhólnum,
og efalaust er fullur máninn eftir því að gá,
sem eldinum var forðum selt, í kjólnum.
------
Eigir þú í skúffu niðri, lítið lettersbréf
sem letraði þér ástarsjúkur fólinn,
ég bið þig ljúfust eldinum það látir nú í té
líkt og forðum ermar rifna kjólinn.
í september 2007
© allur réttur áskilinn höfundi
en fullur rangla ég um bæjarhólinn,
og nú er best þeir láti allt, sem eiga eftir mig,
eina og sömu leið að far´og kjólinn.
Því best er geymt í öskunni sem engir mega sjá
og askan fýkur vítt af bæjarhólnum,
og efalaust er fullur máninn eftir því að gá,
sem eldinum var forðum selt, í kjólnum.
------
Eigir þú í skúffu niðri, lítið lettersbréf
sem letraði þér ástarsjúkur fólinn,
ég bið þig ljúfust eldinum það látir nú í té
líkt og forðum ermar rifna kjólinn.
í september 2007
© allur réttur áskilinn höfundi