Nýja íbúðin
Dropinn lekur niður af þakinu
lendir á tómri tunnunni
sem stendur við rennuna
á stóra gamla húsinu
hljóðið bergmálar í rennunni
sem liggur upp að glugganum
á efri hæðinni
drop
drop
drop
ég ligg á rifinni dýnunni
í nýju íbúðinni
sem er minni en gamla herbergið mitt
ég stari á tóma veggina
sem móta tómu íbúðina
hljóðið að utan bergmálar í herberginu
drop drop drop
ég get ekki sofnað
teppið er kalt og blautt
það þarf að gera við þakið
hvernig gat ég endað hérna?
ég geng uppað glugganum
og sé spegilmynd mína
leka niður með dropunum
ég sé ekki muninn á tárunum i augunum
og dropunum á glugganum
en mér er sama
ég vil bara hafa þig hjá mér  
Jenný Heiða
1993 - ...


Ljóð eftir Jenný Heiðu

pabbi
bíð
..
söknuður
Botn í eyjafirði
Nýja íbúðin
helvítis nóttin
pabbi pabbi.
kveðjustund
fyrsta skot
tómarúm
nóttin
ástin mín