helvítis nóttin
Ég leit á rúðuna.
Leit á helvítis nóttina.
Hver var þarna úti svona snemma,
í mínum garði?
Ég settist upp og leit á tölvuna
ég hugsaði um
hvernig hún gat eyðilagt
líf mitt á einu kvöldi.
hver sekúnda leið eins og klukkutími.
Ég heyrði í bréfalúgunni,
þetta var bara pósturinn.
Ég fer á fætur.
allt er sofandi.
þögn.
ég geng út á götuna,
hlusta á dropana
þegar þeir falla á hárið.
ég leggst á rennblauta götuna,
sé dropana er þeir falla á bláu augun,
ég hugsa um þig..
hvað gerðist?  
Jenný Heiða
1993 - ...


Ljóð eftir Jenný Heiðu

pabbi
bíð
..
söknuður
Botn í eyjafirði
Nýja íbúðin
helvítis nóttin
pabbi pabbi.
kveðjustund
fyrsta skot
tómarúm
nóttin
ástin mín