Ég (í hnotskurn)
Ég rölti um göturnar
í bleikri kápu og skóm,
sker mig úr fjöldanum.

Með frjálslega fléttu í hárinu
og gult naglalakk á fingrum og tám,
í glitrandi kjól með missíðum faldi.

... litskrúðugur klúturinn flaksast í vindinum
með lausu lokkunum,
kinnarnar rjóðar
í stíl við varalitinn.

Í risastórri töskunni
endurspeglast líf mitt
í nauðsynlegum hlutum hversdagsins
og alls konar drasli.

Ég hlæ og græt á víxl,
elska ykkur, og marga aðra,
lifandi draumi um klisjukennt listamannslíf.  
K-Lo
1989 - ...


Ljóð eftir K-Lo

Til þín
dökkir veggir
Innlit
uppkast
...sama helvítis þvælan og venjulega.
nostalgía til framtíðar?
Til þín frá mér
Minning
Hugarástand
Sitt sýnist hverjum
Togstreyta
klisjukennt skáld á ljóð.is
Ég (í hnotskurn)
Stundum
Fyrir luktum dyrum
Í alla nótt
sunnudagsmorgunn