

Ég rölti um göturnar
í bleikri kápu og skóm,
sker mig úr fjöldanum.
Með frjálslega fléttu í hárinu
og gult naglalakk á fingrum og tám,
í glitrandi kjól með missíðum faldi.
... litskrúðugur klúturinn flaksast í vindinum
með lausu lokkunum,
kinnarnar rjóðar
í stíl við varalitinn.
Í risastórri töskunni
endurspeglast líf mitt
í nauðsynlegum hlutum hversdagsins
og alls konar drasli.
Ég hlæ og græt á víxl,
elska ykkur, og marga aðra,
lifandi draumi um klisjukennt listamannslíf.
í bleikri kápu og skóm,
sker mig úr fjöldanum.
Með frjálslega fléttu í hárinu
og gult naglalakk á fingrum og tám,
í glitrandi kjól með missíðum faldi.
... litskrúðugur klúturinn flaksast í vindinum
með lausu lokkunum,
kinnarnar rjóðar
í stíl við varalitinn.
Í risastórri töskunni
endurspeglast líf mitt
í nauðsynlegum hlutum hversdagsins
og alls konar drasli.
Ég hlæ og græt á víxl,
elska ykkur, og marga aðra,
lifandi draumi um klisjukennt listamannslíf.