Haustkvöld
Fátt er jafn yndislegt og að sitja inni
í hífandi rigningu og roki
hlusta á tónlist lífsins berja á gluggann
með logandi kertaljós sem hlýja manni um hjartarætur
hvítvínsglas sem fyllir kinnarnar ánægjulegum roða
og góða bók sem spilar á fagnandi strengi heilans.

Bjartsýn leita ég af tilgangi lífsins
leita af svörum við öllum þeim spurningum
sem af þrábænandi vörum mínum hrynja.
Undir dynjandi tónum Dylans uppgötva ég
að lífið sjálft er tilgangurinn
að svörin leynast á krefjandi lífsleiðinni.

Opinn hugur minn er tilbúinn í slaginn
ég nærist á geislandi orku fólksins í kringum mig
ég nærist á hjartnæmri tónlistinni
sem fyllir líkamann af óstoppandi löngun til að dansa.
Fátt er jafn yndislegt og að liggja undir hlýrri sæng
og láta hvínandi vindinn syngja sig í svefn.  
Berglind Ósk Bergsdóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Berglindi Ósk Bergsdóttur

Dauðinn
Berorðað
Kuntulaus hóra
Þunglyndi
með tímanum
Lífsspeki
Nýöld er köld
“Það varð slys..”
Ástarbrum
Okkar ást
Skaut framtíðar
Ástarsorg
ljóð.is
Leyndarmálið
Eitt andartak
Tær ást
Ríma til þín
Óöryggi
Biðstaða
Ein ég sit og surfa
Í hjarta mér þú dvelur
Þrá eftir því ófáanlega
Ást í takt við lífið
Venslin okkar
Fingraleikfimi
Eftir að þú ferð
Ástríður
Ástarspilið
köfnun er nú ekkert svo slæmur dauðdagi
Er það ekki?
Þinn missir
Söknuður II
Kollhnís
Óskila(ð)hjarta
Framhaldssaga
.....
Haustkvöld