Þessi eilífa eina nótt
Ég veit ekki hvort þú viljir að ég fari
og ég kann ekki við að spyrja
ég var full í gær
en fattaði í morgun að ég þekki þig í raun ekki neitt
svo ég veit ekki á hvaða umræðuefni ég ætti svosum að byrja
eða hvað ég ætti að segja ef svo skyldi vilja til að ég fyndi eitthvað
að tala um
það er þögn í herberginu
veit ekki hvort mig langi helst til að kúra eða öskra
hvort ég sé að koma eða fara

Ég gæti sagt þér ýmislegt um mig
sem þú hefðir eflaust ekki haldið
svona við þessi stuttu fyrstu kynni sem svo rakleiðis færði okkur hingað
en til hvers?
svo þú vitir aðeins meira um stelpuna sem þú fórst óvart með heim
og vilt helst ekki sjá aftur?
hversvegna held ég að ég geti vakið hjá þér áhuga á mér
sem hoppaði uppí hjá þér
full
í gær
 
Ásland
1988 - ...
Jan 10


Ljóð eftir Ásland

Játning
Ókei
Draumar
Ótitlað
Hjásvæfa
Þessi eilífa eina nótt
Það sem sett hefur verið í geymslu
Sjálfsvirðingin
Núll
Vinir með hagsbótum
Svona vil ég hafa þetta
Í dag er ég hamingjusöm
Fimm árum síðar
Um stúlkur og ímynduð virki
Sjálfsagður hlutur
Geðveikin sem andar í hálsmálið mitt
Að brenna við
Nafna mín
Fasti
Fasti II
PhD
Að beygja
Er ég hugrökk?
Þrjú ár
Kæri drullusokkur
Væmið ljóð
Ósk
Það var þetta með stúlkurnar og virkin
Gegnum sætt en ekki súrt
Ég elska þig
Án heimilis
Flogaveiki
All the happy people
Hospital beds