Gjöfin
Vængjalaus fugl
í garðinum mínum
í dag.
Fann hann í lófa mínum
horfði í augu hans
sá þar
vonina til lífsins.
Í einu andartaki
felst eilífðin
og ég gaf honum vængi
vængina mína.
Nú bíð ég þín
þín sem ég elska.
Ég veit þú kemur
með sunnanblænum
að vori.  
Sigríður Ósk Óskarsdóttir
1939 - ...


Ljóð eftir Sigríði Ósk Óskarsdóttur

Fyrsta ástin
Án titils
Birtunar börn
Vinátta
Ástin
Gjöfin
Ljóðin mín
Móðurást
Faðir minn
Börnin mín
Bróðir minn
Brúðkaupsdagur