Börnin mín
Hugsanir mínar
vil ég tjá í ljóði
ljóði til ykkar.
Hvert og eitt ykkar er einstakt,
einstakt fyrir mig.
Ljúf móðurást, vonir og þrár,
ykkur til handa
streymir um hjarta mitt.
Lífið er yndislegt, þegar sólin skín,
og mannlífið blómstrar
hlægið þá saman.
En lífið er líka miskunnarlaust
myrkur í sálinni, sorg í hjarta,
standið þá saman.
Hafið ást og virðingu, fyrir hverju öðru
að leiðarljósi.
Þið eruð af sama meiði
gleymið því aldrei.
Ljóðið er gjöf mín til ykkar
lesið og hugsið um það saman.  
Sigríður Ósk Óskarsdóttir
1939 - ...


Ljóð eftir Sigríði Ósk Óskarsdóttur

Fyrsta ástin
Án titils
Birtunar börn
Vinátta
Ástin
Gjöfin
Ljóðin mín
Móðurást
Faðir minn
Börnin mín
Bróðir minn
Brúðkaupsdagur