Faðir minn
Í sal bóka
í sólarsölum
í myrkum göngum
í tímalausum
tárum mínum
leitaði ég þín.

Í regnboganum
fann ég
tárin þín, brosið þitt
og ást þína til mín.
Óskirnar glitra
í regnboganum.  
Sigríður Ósk Óskarsdóttir
1939 - ...


Ljóð eftir Sigríði Ósk Óskarsdóttur

Fyrsta ástin
Án titils
Birtunar börn
Vinátta
Ástin
Gjöfin
Ljóðin mín
Móðurást
Faðir minn
Börnin mín
Bróðir minn
Brúðkaupsdagur