Svona vil ég hafa þetta
Ég hef engum sagt frá því
en oftast þegar það byrjar að ásækja mig
hversu vel þú þekktir mig
þá á ég falskan vin sem er til staðar;
þegar ég stíg inn í tóma íbúðina eftir langan dag
og ímynda mér að þú sért þar
búinn að útbúa miðnætursnarl
kveikja á kertum
taka til
segir mér hvað ég hafi verið dugleg
og eigi skilið að sofna við það
að þú strjúkir mér um hárið

en það er ekki einu sinni til brauð

gamall vinur stendur glær í flösku á borðinu
hann ætlar að drekkja mér ljúflega í svefn

það var svo hlýtt þegar þú varst hér
það er svo kalt

ég vildi óska þess að ég væri enn ástfangin af þér
því ég get ekki ímyndað mér að nokkur myndi vilja strjúka mér um hárið núna
svona skítugt og þreytt

nema þú
 
Ásland
1988 - ...
Mars 2010


Ljóð eftir Ásland

Játning
Ókei
Draumar
Ótitlað
Hjásvæfa
Þessi eilífa eina nótt
Það sem sett hefur verið í geymslu
Sjálfsvirðingin
Núll
Vinir með hagsbótum
Svona vil ég hafa þetta
Í dag er ég hamingjusöm
Fimm árum síðar
Um stúlkur og ímynduð virki
Sjálfsagður hlutur
Geðveikin sem andar í hálsmálið mitt
Að brenna við
Nafna mín
Fasti
Fasti II
PhD
Að beygja
Er ég hugrökk?
Þrjú ár
Kæri drullusokkur
Væmið ljóð
Ósk
Það var þetta með stúlkurnar og virkin
Gegnum sætt en ekki súrt
Ég elska þig
Án heimilis
Flogaveiki
All the happy people
Hospital beds