Hugsanir skáldsins
Er hugsanir ég mínar sekk í svartar
og snjórinn fellur hljótt í kvöldsins næði
þá skellur á mig skáldsins blinda æði
Ég skrifa, týrur himna lýsa bjartar
Ég byrja ljóð sem blótar, grenjar, kvartar
og barnalega klambra saman kvæði
Úr hatri skrifa hamslaus ljóð af bræði
sem hendingu er ást og gleði skartar
Að sleppa allri slökun, vökunætur
Slíkan finna andann leika' um æðar
Viti glata' í viltum táraflóðum
Um drauma ferðast, festa hvergi rætur
Að finna vel til eigin miklu smæðar
og fegurð kannski finna' í nýjum ljóðum
og snjórinn fellur hljótt í kvöldsins næði
þá skellur á mig skáldsins blinda æði
Ég skrifa, týrur himna lýsa bjartar
Ég byrja ljóð sem blótar, grenjar, kvartar
og barnalega klambra saman kvæði
Úr hatri skrifa hamslaus ljóð af bræði
sem hendingu er ást og gleði skartar
Að sleppa allri slökun, vökunætur
Slíkan finna andann leika' um æðar
Viti glata' í viltum táraflóðum
Um drauma ferðast, festa hvergi rætur
Að finna vel til eigin miklu smæðar
og fegurð kannski finna' í nýjum ljóðum