

Töfrandi máninn, hann tælir
tárvotan fuglinn til sín
Hræddur, við hugsanir gælir
er hamingjan andvana dvín
Máninn í mjöllinni sefur
mæddur, því þögnin er löng
Saknar, því sólskríkjan hefur
sungið sinn síðasta söng
tárvotan fuglinn til sín
Hræddur, við hugsanir gælir
er hamingjan andvana dvín
Máninn í mjöllinni sefur
mæddur, því þögnin er löng
Saknar, því sólskríkjan hefur
sungið sinn síðasta söng