

Í Berufirði og Berufjarðarströnd
er blessaðar göngurnar fara í hönd
reka bændur rollur um sín lönd
og rollonum tína um dali og strönd
Því í Berufirði og Berufjarðarströnd
brjálast allir er göngur fara í hönd
þeir þenja í radíoinu sín raddbönd
rífast og slást um öll sín lönd
já í Berufirði og Berufjarðarströnd
berja menn á útrétta sáttarhönd
hefði ég mátt velja hvar smalaði lönd
hefði ég frekar kosið gasaströnd.