Gestagangur
Koma á hverju ári hér
hinir fjórir sömu gestir
hleipa sér inn hjá mér
og hér óðara eru sestir
sá fyrsti hann heitir vor
hann að sjá er gaman
burt kulda hrekur og hor
ó hve við náum vel saman
góður kemur gesturinn sumar
gestanna er hann bestur
á hita og sól hann lumar
en hann fer um leið og er sestur
kemur þá inn karlinn haust
og kulda hefur með sér
ekkert gott af honum hlaust
hér versnar þó þegar ´ann fer
sá síðasti og versti er vetur
veðrin hann ber með sér köld
langtum við hina mér líkar betur
löng eru með honum kvöld.