Áramót.
Gaman er á gamlárskvöld
glápum öll á skaupið
glaumur og gleði hafa völd
gefðu mér í staupið.

Á brennunum bálin ósa
bjarma slær á sæinn
stjörnulogar stjörnuljósa
stirnir á allan bæinn.

Það er kvöld ljósa og lita
leiftrandi flugelda fjöld
gleðin á okkur heldur hita
höldum upp á gamlárskvöld.

Hátíð er og hafið nýtt ár
hafðu það sem best
gleðilegt og gott nýár
og gleðilega jóla rest.  
Haraldur Auðbergsson
1974 - ...


Ljóð eftir Harald Auðbergsson

Sólarlag
Gestagangur
Tófa
Kvæðastúss
Um Rauðhettu og úlfinn
Öfugmæli
Brim
Jöklarnir hopa
Veðurharka
Smalavísur úr Berufirði.
Mart er mig að þjaka
Nátthrafn
Jól
Veðurharka
Shushi
Þegar tveir koma saman
Ljúfa sumar
Áramót.
Kaffisopinn
Skammdegi.
Þorrablót.
Munkurinn
Stafsetning
Hómatindur.
Vor
Apótekið
Klerkurinn.
Helgarnar.
Jólakveðja.
Rangur tími.
Jólaljós.
Um Ljóð og byssur.
Jólavísa.