

Gaman er á gamlárskvöld
glápum öll á skaupið
glaumur og gleði hafa völd
gefðu mér í staupið.
Á brennunum bálin ósa
bjarma slær á sæinn
stjörnulogar stjörnuljósa
stirnir á allan bæinn.
Það er kvöld ljósa og lita
leiftrandi flugelda fjöld
gleðin á okkur heldur hita
höldum upp á gamlárskvöld.
Hátíð er og hafið nýtt ár
hafðu það sem best
gleðilegt og gott nýár
og gleðilega jóla rest.
glápum öll á skaupið
glaumur og gleði hafa völd
gefðu mér í staupið.
Á brennunum bálin ósa
bjarma slær á sæinn
stjörnulogar stjörnuljósa
stirnir á allan bæinn.
Það er kvöld ljósa og lita
leiftrandi flugelda fjöld
gleðin á okkur heldur hita
höldum upp á gamlárskvöld.
Hátíð er og hafið nýtt ár
hafðu það sem best
gleðilegt og gott nýár
og gleðilega jóla rest.