Texti sem veit ekki hvað hann vill vera
(Dauði Förufálkans)
Hann kom til mín að vori.
Sveipaður í kufl brostinna vona,
sem hlotið höfðu endurskírn í eldi augnabliksins.
Lokkaði og seiddi með ósögðum loforðum,
horfnum helgidómum æsku minnar.
Og ég minntist fornar myndar sjálfrar mín
og klæddist grófofnum kyrtli eyðimerkurvindanna
sem forðum léku um goðsögn horfinna heima.
Eloin! Ómaði rödd pílagrímsins
úr gleymdum fylgsnum veru minnar.
Og ég mundi aftur hvert leið mín lá.
Hlekkirnir brustu.
Og ég tók staf minn og hélt áfram förinni.
Hann kom til mín að vori.
Sveipaður í kufl brostinna vona,
sem hlotið höfðu endurskírn í eldi augnabliksins.
Lokkaði og seiddi með ósögðum loforðum,
horfnum helgidómum æsku minnar.
Og ég minntist fornar myndar sjálfrar mín
og klæddist grófofnum kyrtli eyðimerkurvindanna
sem forðum léku um goðsögn horfinna heima.
Eloin! Ómaði rödd pílagrímsins
úr gleymdum fylgsnum veru minnar.
Og ég mundi aftur hvert leið mín lá.
Hlekkirnir brustu.
Og ég tók staf minn og hélt áfram förinni.