

Slengja saman gullna þræði
ljóðs og kvæða háttur er.
Einhverskonar sálarfræði
Kveðskapurinn ber með sér.
Væri ég ekki í stand til þess
Mér þætti eitthvað vanta.
Held ég yrði ekki hress
og myndi reyndar panta
ferð til Timbúktú.
Sá staður út í veröld er.
Þangað enginn maður fer
Nema brýna leið þar eigi.
Hamingjan mér hliðholl er
Því notað get ég kvöldin,
párað orð á pappírsblað
með samviskuna góða
og hugaraflsins heim.
Skáldakraftur sterkur er
það ætíð tekur völdin
á óskráð blöðin skálda
um allan jarðar geim.
Sem betur fer.
Ég syng og fagna.
Því fangað er vortími ljóða