Hálar brautir

Myrkraborgar sálir kvelja
Hann sem var í mót
Vildi bara sjálfur velja
Þó sömu götu tók
Á móti eigin hjarta
Sem vildi ljósið bjarta

Ægir látlaust dynur
Þarna úti við
Hálar eru brautir lífs
Á stundum

Úrhrak mannsins kynntist
Illskunnar botni náði
drengjadrauma minntist
það sem sálin þráði
þá hjartað skelfdist
Og þverskan efldist

Ægis reiði dynur
Þarna úti við
Kaldar eru brautir lífs
Á stundum

Ei áfram æðir stefnulaust
Er með hjartað kalið
Stormur æðir,senn er haust
Vel er tímatalið valið
Fótatakið dynur
Í ána brú og maður hrynur.

Ægir ennþá dynur
Þarna úti við
Ég græt þig elsku vinur
Á stundum
 
Jona Ryan
1955 - ...


Ljóð eftir Jonu Ryan

Gjöf
Ljóð eru...
Min bedstefar
Dagur kviknar.
Heimsókn um kvöld
Vi glemmer at lytte.
Heimþrá
Ljósið mitt
Ventetid
Kolrugluð ást.
Bestu skáldin
Jeg vil hjem
Sem betur fer
Vinnan mín og eldri borgarar
hjartasár
Du er den...
Blómið
Ef allt er dimmt..
Töfrandi nætur
Í draumi..
Einkennilegt..
Djúpin
Angist þín
Så...naiv
Nyt liv
Hálar brautir
Hrópandi sál
Frónar óður
Kaldhæðnin
Strönd minninganna
Þú sjálf
Eitt andartak
Gamle dage
Það er vaknað
Hafsins hugarheimur
Harpen er i himmelen
....og þó
han døde i går
Hvað skal velja...
smakkast illa..
lykillinn
Hvenær?
Hve fögur er nóttin....
Hækur.
Far vel veröld
Óskin...
Jólakveðja
ég veifaði hjartanu......
Þú