Hálar brautir
Myrkraborgar sálir kvelja
Hann sem var í mót
Vildi bara sjálfur velja
Þó sömu götu tók
Á móti eigin hjarta
Sem vildi ljósið bjarta
Ægir látlaust dynur
Þarna úti við
Hálar eru brautir lífs
Á stundum
Úrhrak mannsins kynntist
Illskunnar botni náði
drengjadrauma minntist
það sem sálin þráði
þá hjartað skelfdist
Og þverskan efldist
Ægis reiði dynur
Þarna úti við
Kaldar eru brautir lífs
Á stundum
Ei áfram æðir stefnulaust
Er með hjartað kalið
Stormur æðir,senn er haust
Vel er tímatalið valið
Fótatakið dynur
Í ána brú og maður hrynur.
Ægir ennþá dynur
Þarna úti við
Ég græt þig elsku vinur
Á stundum