Að brotna
Einn daginn er eins og allt sé fyrir bí,
litið er um öxl og teknar ákvarðanir særa djúpt,
hvenær lærir maður,
hvenær þroskast maður,
hvað vill maður,
hvernig er hægt að afvegaleiða sig svona mikið og telja sér trú um að maður sé annar en maður er,
hver veit,
hver getur hjálpað manni að finna sinn innri mann,
enginn nema maður sjálfur,
hvernig eða hvenær,
veit ég ekki  
Birna
1975 - ...
14.07.03


Ljóð eftir Birnu

Að brotna
Að vera sterkur
Hamingja
H og hjartað
Þú og ég
Elsku sys
Elsku bró
Elsku mamma
Vinur minn
Til þín
Skellur
Samleið