

Það var sem í draumi
er ég sá þig fyrst,
ósnertanlegur,
klæddur í brúnan leðurjakka.
Ég dansaði til þín með augunum
og fleygði mér í fang þitt.
Frá þeirri mínútu varð heimurinn okkar
heimurinn okkar
frá draumum mínum
til augna þinna.
þar liggur heimurinn okkar.