

Að yrkja við opinn glugga
ekki herbergisins heldur tímans,
finna ferskan blæ aldanna
leika um sig
horfa á gleði kynslóðanna og sorgir
og ekki aðeins horfa
taka þátt
fara vítt um óendanlegar lendur
tímans, þess stórbrotna karls
eða einfalda barns
ekki veit ég hvort heldur er
líklega mitt á milli,
en að yrkja við opinn glugga tímans
Pablo - það er lífið
ferskt vín á þurrum vörum
manns, sem leitað hefur svölunar
og fundið hana
loksins.
ekki herbergisins heldur tímans,
finna ferskan blæ aldanna
leika um sig
horfa á gleði kynslóðanna og sorgir
og ekki aðeins horfa
taka þátt
fara vítt um óendanlegar lendur
tímans, þess stórbrotna karls
eða einfalda barns
ekki veit ég hvort heldur er
líklega mitt á milli,
en að yrkja við opinn glugga tímans
Pablo - það er lífið
ferskt vín á þurrum vörum
manns, sem leitað hefur svölunar
og fundið hana
loksins.