Dauði Lí Pós
Þar sveikstu mig tími
um tólf hundruð ár.
Hvílíkrar gleði hefði ég ekki notið
á vínskrafi með Lí Pó
í skuggsælum lundi
úti á fljótsbakkanum.
Ó, þú bikar
sem hendur mínar fengu ekki numið
- varir ei kysst.
Að kvöldi hefðum við stigið um borð
í bát
og borist niður eftir fljótinu
undur vökulu auga himinsins
- mánanum, jafn fullum okkur sjálfum
uns þú hefðir teygt þig yfir borð- stokkinn
til að höndla mánann á vatnsfletinum
fallið útbyrðis og drukknað
í hvítri mynd hugarflugs þíns.
Og ég, þófti þinn
hefði horft á eftir þér
og kveðið þér harmaljóð og gleði.
um tólf hundruð ár.
Hvílíkrar gleði hefði ég ekki notið
á vínskrafi með Lí Pó
í skuggsælum lundi
úti á fljótsbakkanum.
Ó, þú bikar
sem hendur mínar fengu ekki numið
- varir ei kysst.
Að kvöldi hefðum við stigið um borð
í bát
og borist niður eftir fljótinu
undur vökulu auga himinsins
- mánanum, jafn fullum okkur sjálfum
uns þú hefðir teygt þig yfir borð- stokkinn
til að höndla mánann á vatnsfletinum
fallið útbyrðis og drukknað
í hvítri mynd hugarflugs þíns.
Og ég, þófti þinn
hefði horft á eftir þér
og kveðið þér harmaljóð og gleði.
Þetta ljóð er úr bókinni ÁLEIÐIS NÓTT sem kom út árið 1998.
Lí Po (Lí Pó), sem hér er ort um, er eitt af höfuðskáldum Kínverja. Hann var upp á 8. öld. Dauða hans bar að með þeim hætti, að hann var drukkinn um borð í báti og hugðist koma höndum yfir mánann, sem speglaðist í fljótinu. Við það féll hann útbyrðis og drukknaði.
Lí Po (Lí Pó), sem hér er ort um, er eitt af höfuðskáldum Kínverja. Hann var upp á 8. öld. Dauða hans bar að með þeim hætti, að hann var drukkinn um borð í báti og hugðist koma höndum yfir mánann, sem speglaðist í fljótinu. Við það féll hann útbyrðis og drukknaði.