HÚS
Horfðu hús á mig
heimulegum augum.
Ekkert innan bjó,
algjört þeirra tóm.

Lengi fátt ég fann,
flest var lítils virði.
Með ljósi leitaði
að lífi sem að var

Ráðvillt reikaði um,
rýndi inn um glugga.
Ósk um annað líf
einkenndi þessa ferð.

Vonlausum á veg
vakti margar nætur.
Ein, með öðrum þó,
átti litla von.

Með augun bæði blind
ég barðist við að horfa.
Lítinn gaum því gaf
að gættu aðrir mín.

Svo kom að hjálparhönd
huga mínum náði.
Og lét í lófa minn
lítinn viskustein.

Og litlir logar hans
lýstu gegnum blindu.
Og þá fékk sálin sjón
og sátt í hjarta gaf.  
Ólína Gunnlaugsdóttir
1962 - ...
Samið 2002.


Ljóð eftir Ólínu Gunnlaugsdóttur

GAMLA KONAN
SUMARÁST
VOR
HÚS
BÍDDU MÍN Í GARÐINUM
VEGGURINN
GLEÐI
ÖGNIN
KELLINGIN
SAGAN Í HLEININNI
FÍFUKOLLLUR
FRELSI
KVÍÐI
Við
Gættu þín
Una
Bæbæ
JÓLASTJARNAN
SYSTURNAR ÞRJÁR