ÖGNIN
Ég er lítil ögn sem langar að vera korn
á lágri strönd við bláan djúpan sjó.
Njóta þess að næstum vera ei neitt
og nýta hverja stund í friði og ró.
Ég er lítið korn sem langar að vera steinn
á lækjarbakka í grænum fjalladal.
Og dreyma meðan döggin baðar mig
daga og nætur við einfalt blómahjal.
Ég er lítill steinn sem langar að vera bjarg
á leiðinni sem gengur margur enn.
Sjást í fjarska setja víða um jörð
svip er þekkja allir förumenn.
Ég er lítið bjarg sem langar að vera fjall
úr leirnum rísa og gnæfa yfir sand.
Í blámóðu ég birtist öllum sýn
og ber við himin hvert sem ferð á land.
Ég er lítil ögn sem langar að vera korn
á lágri strönd við bláan djúpan sjó.
Njóta þess að næstum vera ei neitt
og nýta hverja stund í friði og ró.
á lágri strönd við bláan djúpan sjó.
Njóta þess að næstum vera ei neitt
og nýta hverja stund í friði og ró.
Ég er lítið korn sem langar að vera steinn
á lækjarbakka í grænum fjalladal.
Og dreyma meðan döggin baðar mig
daga og nætur við einfalt blómahjal.
Ég er lítill steinn sem langar að vera bjarg
á leiðinni sem gengur margur enn.
Sjást í fjarska setja víða um jörð
svip er þekkja allir förumenn.
Ég er lítið bjarg sem langar að vera fjall
úr leirnum rísa og gnæfa yfir sand.
Í blámóðu ég birtist öllum sýn
og ber við himin hvert sem ferð á land.
Ég er lítil ögn sem langar að vera korn
á lágri strönd við bláan djúpan sjó.
Njóta þess að næstum vera ei neitt
og nýta hverja stund í friði og ró.
Samið 2001.