Café Norra Klara V
Fæ ekki trúað
að eitthvað reynist lyginni sannara.
Stúlkurnar við næsta borð ræða
ástina, hálsbólgu, vorprófin.
Þær eiga langt í land.
Strætið gleypir fólkið
hellulagt kviksyndi.
Regnhlífar beina spjótum sínum
að ósigrandi skýjum.
Ég liðast með reyknum upp úr pípuhausnum
og sest hljóður á blöð blómsins í glugganum.
að eitthvað reynist lyginni sannara.
Stúlkurnar við næsta borð ræða
ástina, hálsbólgu, vorprófin.
Þær eiga langt í land.
Strætið gleypir fólkið
hellulagt kviksyndi.
Regnhlífar beina spjótum sínum
að ósigrandi skýjum.
Ég liðast með reyknum upp úr pípuhausnum
og sest hljóður á blöð blómsins í glugganum.
Úr bókinni Bláknöttur dansar, útgefandi Iðunn 1989.