

Í bleki mínu býr draumur
um að streyma inn í þig
og leika um bera fætur
skilnings þíns
Í orðum mínum á lögheimili
vera sem fæddist
gleði minni og sorg
og langar í heimsókn
til þín
Hugur minn er harðstjóri
bleikveita og fangavörður
sem telur að blettaðar tær
og næturgisting orðvera
séu vafasöm
Nema í undantekningartilvikum
um að streyma inn í þig
og leika um bera fætur
skilnings þíns
Í orðum mínum á lögheimili
vera sem fæddist
gleði minni og sorg
og langar í heimsókn
til þín
Hugur minn er harðstjóri
bleikveita og fangavörður
sem telur að blettaðar tær
og næturgisting orðvera
séu vafasöm
Nema í undantekningartilvikum