KELLINGIN
Ég er lítil kelling í koti
sem kúrir niður við sjó.
Þar sem pabbi pípuna reykti
og plóginn mammma dró.
Hann pabbi var maður mætur
sem margan daginn stóð
og kennd´okkur konum að hlusta
á kvæði, vísur og ljóð.
\"Ég er í sokkum settum röndum,
sef með húfu prýddri böndum.
Þegar sólin sest að kveldi
ég sofna vært í gömlum feldi.\"
Hann pabb´átti hest við hæfi
er hugðist´ann drekka vín.
Þá reið hann með sóma um sveitir
með söng og hlátur og grín.
Er gestir að garði bárust
þá gladdist hann pabbi við.
Þeim höfðingjum hafði að bjóða
sitt heimil´að góðum sið.
\"Ég er í sokkum settum röndum,
sef með húfu prýddri böndum.
Þegar sólin sest að kveldi
ég sofna vært í gömlum feldi.\"
Það er satt að ég sakna hans pabba
er sit ég við gröfina hljóð.
Og allar í huganum heyri
hans gömlu vísur og ljóð.
Með titrandi tár á hvarmi
ég tek undir söng þessa manns,
þótt mömmu í móðu ég sjái
eitthvað mædda við legsteininn hans.
\"Ég er í sokkum settum röndum,
sef með húfu prýddri böndum.
Þegar sólin sest að kveldi
ég sofna vært í gömlum feldi.\"
Með stolti ég stari til fjalla,
þau stæltu hann pabba minn.
Í auðninni frelsi sitt fann hann
er ferðaðist einn um sinn.
Og það munu ættliðir ótal
eiga hér samastað,
við hliðin´á honum pabba
sem heiminum þetta kvað:
\"Ég er í sokkum settum röndum,
sef með húfu prýddri böndum.
Þegar sólin sest að kveldi
ég sofna vært í gömlum feldi.\"
sem kúrir niður við sjó.
Þar sem pabbi pípuna reykti
og plóginn mammma dró.
Hann pabbi var maður mætur
sem margan daginn stóð
og kennd´okkur konum að hlusta
á kvæði, vísur og ljóð.
\"Ég er í sokkum settum röndum,
sef með húfu prýddri böndum.
Þegar sólin sest að kveldi
ég sofna vært í gömlum feldi.\"
Hann pabb´átti hest við hæfi
er hugðist´ann drekka vín.
Þá reið hann með sóma um sveitir
með söng og hlátur og grín.
Er gestir að garði bárust
þá gladdist hann pabbi við.
Þeim höfðingjum hafði að bjóða
sitt heimil´að góðum sið.
\"Ég er í sokkum settum röndum,
sef með húfu prýddri böndum.
Þegar sólin sest að kveldi
ég sofna vært í gömlum feldi.\"
Það er satt að ég sakna hans pabba
er sit ég við gröfina hljóð.
Og allar í huganum heyri
hans gömlu vísur og ljóð.
Með titrandi tár á hvarmi
ég tek undir söng þessa manns,
þótt mömmu í móðu ég sjái
eitthvað mædda við legsteininn hans.
\"Ég er í sokkum settum röndum,
sef með húfu prýddri böndum.
Þegar sólin sest að kveldi
ég sofna vært í gömlum feldi.\"
Með stolti ég stari til fjalla,
þau stæltu hann pabba minn.
Í auðninni frelsi sitt fann hann
er ferðaðist einn um sinn.
Og það munu ættliðir ótal
eiga hér samastað,
við hliðin´á honum pabba
sem heiminum þetta kvað:
\"Ég er í sokkum settum röndum,
sef með húfu prýddri böndum.
Þegar sólin sest að kveldi
ég sofna vært í gömlum feldi.\"
Í tilefni hinna mörgu ættarmóta, misverðugum til heiðurs. Samið 2001.