

ég læt höfuðið hvíla á höndunum
það er blek á fingugómunum
og neglurnar eru stutt klipptar
ég sný upp á hárlokk og stari á töfluna
cos(x)= . . .
littlir bréfmiðar ganga
stelpurnar hvísla
strákarnir tala í lágum hljóðum
sin(x)= . . .
ég bít í vörina og stari á töfluna
bjallan hringir og það ískrar í stólunum
kennarinn reynir að yfirgnæfa kliðinn
ég læt höfuðið hvíla á höndunum og stari út í tómið
það er blek á fingugómunum
og neglurnar eru stutt klipptar
ég sný upp á hárlokk og stari á töfluna
cos(x)= . . .
littlir bréfmiðar ganga
stelpurnar hvísla
strákarnir tala í lágum hljóðum
sin(x)= . . .
ég bít í vörina og stari á töfluna
bjallan hringir og það ískrar í stólunum
kennarinn reynir að yfirgnæfa kliðinn
ég læt höfuðið hvíla á höndunum og stari út í tómið
06.11.03